6.1 C
Selfoss

Kvenfélög Uppsveita vilja bætta heilsugæsluþjónustu á svæðinu

Vinsælast

Kvenfélögin í Uppsveitum Árnessýslu; Kvenfélag Biskupstungna, Gnúpverja, Grímsnes- hrepps, Hrunamannahrepps, Laugdæla og Skeiðahrepps hafa miklar áhyggjur af stöðu heilsugæslumála á svæðinu.

Fyrirsjáanleg er skerðing á læknisþjónustu í Uppsveitum m.a. vegna uppsagna á bak- vöktum lækna á Heilsugæslunni í Laugarási. Kvenfélögin hafa verið öflugir bakhjarlar HSU og heilsugæslunnar um áratuga skeið. Þau hafa ætíð stutt við þessar stofnanir með fjármagni til tækjakaupa og fleira.

Kvenfélögin öll sem eitt skora á stjórn HSU, allar sveitarstjórnir í Uppsveitum Árnessýslu, Landlæknisembættið, Heilbrigðisráðuneytið og heilbrigðisráðherra auk innviðaráðherra að þau taki öll höndum saman og vinni hratt og vel að öryggi íbúa, sumarhúsaeigenda og ferðamanna með því að:

  • Tryggja og verja stöðu heilsugæslunnar í Uppsveitum.
  • Fastráða lækna og tryggja bakvaktir þeirra.
  • Tryggja fasta viðveru sjúkrabíla og bráðaliða allt árið um kring.
  • Fylgja Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 þar sem m.a. kemur fram: „Til að tryggja að heilbrigðisþjónustan sé í samræmi við þarfir og væntingar notenda þarf að kanna reynslu og viðhorf notenda reglubundið með þjónustukönnunum.”

Áskorun þessi er send á yfirstjórn HSU, fulltrúa allra sveitarstjórna í Uppsveitum Árnes- sýslu, sveitarstjóra, oddvita, Landlæknisembættið, heilbrigðisráðherra og Heilbrigðis- ráðuneyti, innviðaráðherra, fjölmiðla og þingmenn Suðurlands.

Fyrir hönd Kvenfélaga í Uppsveitum Árnessýslu,

Andrea Rafnar, formaður Kvenfélags Biskupstungna
Lára Bergljót Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Skeiðahrepps
Ragna Björnsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps
Sigríður Björk Gylfadóttir, formaður Kvenfélags Gnúpverja
Valný Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Hrunamannahrepps
Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, formaður Kvenfélags Laugdæla

Nýjar fréttir