8.9 C
Selfoss

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

Vinsælast

Nk. sunnudag 13. ágúst kl.14 verður útiguðsþjónusta í Arnarbæli í Ölfusi.

Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng, organisti er Pétur Nói Stefánsson og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar.  Að guðsþjónustu lokinni verður býður Kotstrandarsókn og kirkjukórinn í kirkjukaffi.

Arnarbæli er við ósa Ölfusár, athugið breyttan Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss.

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var ofan tekin 1909 þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942.

Ef veðrið bregst verður guðsþjónustan í Kotstrandarkirkju.

Nýjar fréttir