8.9 C
Selfoss

Flúðir um versló vel heppnuð í alla staði

Vinsælast

Fjölmennt var á bæjarhátíðinni Flúðir um versló sem fór fram sl. helgi. Nóg var um að vera á hátíðinni og má þá meðal annars nefna fjölskylduskemmtun, traktoratorfæru, furðubátakeppni og brennu- og brekkusöng. Einnig voru haldnir dansleikir á kvöldin þar sem úrval tónlistarfólks kom fram og skemmti fólki.

Bessi Theodórsson, sem séð hefur undanfarin ár um skipulagningu hátíðarinnar, var mjög ánægður með hátíðina í ár. „Það er svo gaman að sjá hversu vel fólk skemmtir sér á hátíðinni, ár eftir ár. Hátíðin í ár var engin undantekning. Það gerði reyndar hellingsskúrir á laugardeginum í smá stund, en fólk lét það ekki stoppa gleðina,“ segir Bessi í samtali við Dagskrána.

„Það er fátt skemmtilegra en að halda vel heppnaða bæjarhátíð. Það er verst að maður getur ekki gert þetta hverja helgi,“ segir Bessi hlæjandi á línunni.

Myndirnar tók Aldís Hafsteinsdóttir.

Nýjar fréttir