7.8 C
Selfoss

Bergrós þriðja best í heimi

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir hafnaði í þriðja sæti í 16-17 ára aldursflokki kvenna eftir glæsilega frammistöðu á heimsleikum CrossFit sem fóru fram í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Lucy McGonigle frá Írlandi varð heimsmeistari og Trista Smith frá Bandaríkjunum lenti í öðru sæti.

Bergrós, sem varð sextán ára í febrúar, byrjaði mótið frábærlega og lenti í öðru sæti í fyrstu greininni. Sólin og hitinn í Madison gerðu henni aftur erfitt fyrir næstu grein og var hún borin út af vellinum eftir hitaslag og endaði þar í tíunda sæti. Bergrós lét þetta þó ekki á sig fá og náði hún með ótrúlegri seiglu og ákveðni að vinna lokagreinina og hreppti í kjölfarið bronsið.

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í ellefta sæti á heimsleikum CrossFit eftir frábæra frammistöðu. Framan af var Björgvin í topp tíu en bakmeiðsli sem hafa verið að hrjá hann reyndust dýrkeypt og lönduðu honum í sextánda sætinu í síðustu greininni.

Nýjar fréttir