8.9 C
Selfoss

Ný plata frá Labba í Mánum

Vinsælast

Labbi í Mánum (Ólafur Þórarinsson) er löngu landsþekktur tónlistarmaður sem hefur sent frá sér fjölda hljómplatna í áranna rás.

Sumarkveðja er 12 laga safn í nýjum útgáfum. Lög sem komið hafa út allt frá fyrstu tíð Mána og fram á þennan dag. Ef undan er skilin upptakan af Undir bláhimni þá sá Labbi sjálfur alfarið um nýjar útsetningar, upptökur og hljóðblöndun allra laganna. Tónjöfnun var í höndum Bassa Ólafssonar, sonar Labba. Öll lög plötunnar eru sungin af Labba að einu undanskildu, Þú átt þér ósk sem sungið er af dóttur Labba, söngkonunni Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur.

Úrvalslið landsþekktra hljóðfæraleikara kemur við sögu á plötunni. Má þar nefna Unni Birnu Björnsdóttur, bróðurdóttur Labba, Eyþór Gunnarsson, Gunnlaug Briem, Jóhann Ásmundsson, Þóri Baldursson, Óskar Guðjónsson, Þóri Úlfarsson og Róbert Þórhallsson auk fjölda annarra góðra tónlistarmanna. Labbi spilar sjálfur alla gítara og í nokkrum lögum leikur hann á ýmis önnur hljóðfæri svo sem bassa, hljómborð, slagverk, þverflautu og orgel.

Hönnun umslags var í öruggum höndum dóttur Labba, Guðrúnar Birnu Ólafsdóttur. Platan er komin á Spotify og í hljómplötuverslanir.

Nýjar fréttir