-7 C
Selfoss

Hamingjan við hafið – bæjarhátíð í Þorlákshöfn

Hamingjan við hafið er bæjarhátíð sem haldin er í ágúst ár hvert í Þorlákshöfn. Í ár verður Hamingjan við hafið dagana 8.-12. ágúst. Sveitarfélagið Ölfus hefur yfirumsjón með hátíðinni en einnig koma bæjarbúar að henni með ýmsum hætti. Markmiðið hefur alltaf verið að viðburðir hátíðarinnar á vegum Sveitarfélagsins séu gjaldfrjálsir svo allir eigi þess kost að taka þátt.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla dagana og má þar nefna Leikhópinn Lottu, sundlaugapartí fyrir börn og unglinga, harmónikkuball eldri borgara, lautarferð og leikjakvöld. Á laugardeginum verður glæsileg barnadagskrá með hoppiköstulum, vatnaboltum, BMX Brós, fornbílasýningu, Bestu lögum barnanna, Veltibílnum, krakkaballi og söngvarakeppni svo eitthvað sé nefnt.

Yfir helgina verður boðið upp á veglega tónleika, bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þar koma fram m.a. Sunnan 6, Jónas Sigurðsson, Hr. Eydís, Hreimur, Jón Arnór og Baldur, Katrín Myrra, Moskvít, Langi Seli og skuggarnir, Júlí Heiðar og Kristmundur Axel og Emmsjé Gauti. Körfuknattleiksdeild Þórs verður með sitt árlega körfupartý á föstudagskvöldinu og Hamingjuballið verður að sjálfsögðu á sínum stað á laugardagskvöldinu í kjölfar stórglæsilegrar flugeldasýningar.

Fjölmargir gestir sækja hátíðina ár hvert og hefur hún fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta bæjarhátíð landsins enda Þorlákshöfn bær í hraðri uppbyggingu þar sem tækifærin liggja alls staðar.

Fleiri myndbönd