8.9 C
Selfoss

Leirlista- og skúlptúr smiðjur fyrir fullorðna í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Thomasine Giesecke, listakona frá París mun leiðbeina þessum smiðjum sem fara fram helgina 5. og 6. ágúst. Um er að ræða tvær mjög mismunandi aðferðir í skúlptúr. Sú fyrsta er að móta úr leir í anda listaverksins Ung stúlka eftir Gerði Helgadóttur og sú seinni er að tálga í sápustein í anda tréskurðameistarans Halldórs Einarssonar en verk eftir báða listamennina má sjá á sýningunni Hornsteinn á Listasafni Árnesinga.

Í smiðjunni laugardaginn 5. ágúst verður eingöngu notast við leir, þátttakendur skissa fígúru og út frá teikningunni móta hana í leir. Smiðjan hentar vel byrjendum sem vilja læra að móta líkama skref fyrir skref.

Sunnudaginn 6. ágúst er svo áherslan á að tálga taflmann úr sápusteini innblásið af skáksetti Halldórs Einarssonar. Thomasine mun leiðbeina þessari aðferð skref fyrir skref.

Thomasine er sænsk/frönsk listakona búsett í París og vinnur á Orsay listasafninu. Hún hefur unnið í stærstu söfnum í París og haldið ótal smiðjur og námskeið fyrir bæði fullorðna og börn.

Thomasine mun bjóða upp á nokkrar smiðjur á Listasafni Árnesinga á meðan dvöl hennar stendur. Skráning er nauðsynleg á listasafn@listasafnarnesinga.is og takmarkað pláss er í smiðjurnar.

Nýjar fréttir