Í gær, sunnudag kl. 12:44 varð skjálfti af stærðinni 3,2 í Breiðöldu, um 3,5 km VSV af Landmannalaugum.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn sé hluti af hrinu sem hófst í norðanverðri Torfajökulsöskjunni í gærmorgun, 30. júlí.
Hrinur sem þessar eru vel þekktar á þessu svæði. Tilkynningar hafa borist um að jarðskjálftinn hafi fundist í Hrauneyjum, Landmannalaugum og fleiri stöðum á Fjallabaki nyrðra.
Grjóthruns hefur verið vart í Landmannalaugum vegna skjálftanna og er fólki ráðlagt að gæta varúðar og halda sig fjarri bröttum hlíðum.