0 C
Selfoss

The Rift á Hvolsvelli um helgina

Vinsælast

Hjólreiðakeppnin The Rift fer fram á Hvolsvelli og nágrenni nú um helgina. Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið ört stækkandi.

Nú taka þátt 1200 keppendur sem hjóla 100 eða 200 km leið frá Hvolsvelli, inn á Fjallabak og til baka.

Mikið umstang fylgir slíkri keppni og þessum 1200 keppendum fylgir annað eins af aðstoðar- og stuðningsfólki. Því er ljóst að margt verður um manninn og mikið líf á Hvolsvelli alla helgina.

Keppnin sjálf er ræst á laugardagsmorgni kl. 07:00 og von er á fyrstu keppendum í mark um hádegi. Það er vel þess virði að fá sér rúnt á Hvolsvöll og taka þátt í gleðinni.

Allar frekari upplýsingar má nálgast á www.therift.bike og www.hvolsvollur.is

Nýjar fréttir