11.1 C
Selfoss

Unnur Edda nýr fjármálastjóri Árborgar

Vinsælast

Unnur Edda Jónsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Unnur Edda mun taka við starfi fjármálastjóra af Ingibjörgu Garðarsdóttur sem lætur af störfum eftir rúm 16 ár. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 24. maí sl. Alls bárust 18 umsóknir um starfið, sex umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Unnur Edda lauk BS gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MLB gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Unnur Edda hefur starfað sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Arion banka frá 2014 og vann við fjárstýringu hjá Vodafone á árunum 2012-2014.

Nýjar fréttir