12.3 C
Selfoss

Sunnlendingar gera það gott á Íslandsmótinu

Vinsælast

Önnur umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fór fram 8. júlí síðastliðinn í blíðskaparveðri. Mótið var haldið á vegum VÍFA upp á Akranesi þar sem rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks.

Sunnlensku fulltrúarnir á mótinu stóðu sig með prýði og komust þeir á pall í nokkrum flokkum. Andri Berg Jóhannsson (Umf. Katla) sigraði í 85cc flokkinn, Eric Máni Guðmundsson (UMFS) sigraði unglingaflokkinn, Alexander Adam Kuc (UMFS) endaði í öðru sæti í flokknum MX2, Ásta Petrea Hannesdóttir (UMFS) endaði í þriðja sæti í kvennaflokki og Ragnheiður Brynjólfsdóttir (UMFS) endaði í þriðja sæti í kvenna 30+.

Þriðja umferð fer svo fram á svæði KKA á Akureyri laugardaginn 22. júlí næstkomandi.

Nýjar fréttir