6.7 C
Selfoss

Júdókrakkar í Svíþjóð

Vinsælast

Dagana 18.- 21. Maí fóru sextán krakkar frá Selfossi á aldrinum tíu til nítján ára í æfinga og keppnisferð til Lund í Svíþjóð. Þessi viðburður heitir Budo Nord þar sem um fimmhundruð  iðkenndur frá fjölmörgum löndum koma saman. Júdódeildin hefur reynt að taka þátt annað hvert ár en vegna Covid var þetta í fyrsta skipti sem við tökum þátt frá árinu 2018. Krakkarnir höfðu safnað fyrir ferðinni með fjáröflunum yfir veturinn og sumir mun lengur.

Keppt var dagana 18. Og 19. Maí og síðan í kjölfarið voru æfingabúðir dagana 20. Og 21. Júní þar sem var æft tvisvar á dag í tvo og hálfan til þrjá tíma. Þar voru mjög virtir þjálfarar að kenna ungum sem öldnum. Milli æfinga og eftir þær gafst tími til að fara í sund og njóta borgarinnar. Við vorum mjög heppinn með veður því sólin skein og hitinn var um og yfir tuttugu gráður þannig að það var gott að klára æfingar og fara í góða veðrið.

Eftir æfingabúðirnar fór hópurinn yfir til kaupmannahafnar með lest og eyddi síðustu klukkutímum ferðarinnar í Tívolí.

Hópurinn vill þakka öllum þeim einstaklingum sem studdi þau í fjáröflunum einnig Stracta hótel, Sg Einingahús, TRS og Set fyrir að Styrkja krakkana.

UMFS

Nýjar fréttir