11.1 C
Selfoss

Allt um kring – Heiðrún Elva í Galleríinu undir stiganum

Vinsælast

Heiðrún Elva Björnsdóttir, 23 ára Þorlákshafnarmær stendur fyrir sýningunni Allt um kring í Galleríinu undir stiganum við Bæjarbókasafn Ölfuss í Þorlákshöfn.

Heiðrún Elva stundar nú nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur sitt þriðja og síðasta ár í haust.

Í náminu hefur Heiðrún komið að allskonar verkefnum og sýningum, sú nýlegasta var sýningin „Afhjúpun: Keldur í nýju ljósi“, gagnvirk sýning um Keldur á Rangárvöllum sem var samsýning bekkjarins.

Allt um kring er fyrsta einkasýning Heiðrúnar Elvu, eftirprentanir af öllum verkum eru til sölu og sýningin, sem hófst þann 6. júní, stendur út júnímánuð.

Nýjar fréttir