0.6 C
Selfoss

Foreldrafélag Vallaskóla gefur skólanum grill

Vinsælast

Foreldrafélag Vallaskóla færði skólanum tvö glæsileg gasgrill á dögunum. Grillin komu í góðar þarfir á vorhátíðardegi skólans sem fram fór 6. júní en þar grilluðu starfsmenn skólans  pylsur ofan í nemendur og starfsfólk.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Pál skólastjóra Vallaskóla ásamt Maríu Ágústsdóttir, kennara og gjaldkera foreldrafélagins, spreyta sig á grillmennskunni ásamt Ósk Sveinsdóttur stuðningsfulltrúa.

Starfsfólk og nemendur Vallaskóla færa foreldrafélaginu miklar og góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem sannarlega kemur að góðum notum.

Nýjar fréttir