8.9 C
Selfoss

Hagnýt ráð fyrir ljósmyndun fasteigna

Vinsælast

Elín Káradóttir, 
Löggiltur fasteignasali hjá Byr fasteignasölu.

Bestu fasteignaljósmyndirnar eru teknar þegar að fasteignir er orðnar minna persónulegar fyrir eiganda og meira hugsaðar fyrir alla aðra.

Áður en fasteign er mynduð fyrir sölu er gott að hafa í huga að það er ekki verið að selja innbú hússins heldur eignina sjálfa. Því er gott að fjarlægja persónumuni og gera eignina sem næsta hlutlausu svo eignin njóti sín. Gott er að fjarlægja meira af hlutum en minna.

Mikilvægt er að þrífa eignina vel fyrir myndatöku. Myndir af hreinum húsum laða frekar mögulega kaupendur að heldur en ella. Mælt er með því að fjarlægja hluti eins og sjampó og sápubrúsa úr sturtum og opnum hillum, vítamín, ísskápssegla, tóma blómapotta og annað slíkt sem er yfirleitt ekki fyrir en getur truflað á mynd.

Mikilvægt er þó að muna að persónulegur stíll fólks má skína í gegn. Það að minnka muni er einungis til þess að auðvelda tilvonandi kaupendum að máta sig inn í eignina og sjá hvernig fasteignin lítur raunverulega út, enda fylgir húsbúnaður sjaldnast með.

Nýjar fréttir