10.6 C
Selfoss

Skrímsli, furðufiskar og Stjörnu-Sævar!

Vinsælast

Sumarlesturinn á Bókasafni Árborgar á Selfossi hófst miðvikudaginn 7. júní og verður alla miðvikudaga mánaðarins kl. 13.00. Hugmyndin að Sumarlestri kviknaði hjá Sigríði Matthíasdóttur sem þá var barnabókavörður á Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi og sá fyrsti var haldinn sumarið 1993. Sumarlesturinn, sem er fyrir löngu orðinn þekktur um allt land, á því stórafmæli ár sem verður fagnað með ýmsu móti.

Hver sumarlestur hefur sitt þema og í tilefni af afmælinu verður Hafið þemað í ár, líkt og fyrir 30 árum. Góðir gestir og vinir mun leggja sumarlestrinum lið og má þar nefna félaga í Leikfélagi Selfoss, Marinó Fannar Garðarsson sjómann og síðast en ekki síst Sævar Helgi Bragason sem mun tengja saman hafið og himintunglin.

Bjarni Fritz í Sumarlestri 2022.

Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3. – 5. bekk. Börnin koma á bókasafnið einu sinni í viku í 4 vikur þar sem þau fá skemmtilega fræðslu og taka þátt í lestrarhvetjandi uppákomum enda markmiðið að við halda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum.

Skráning í Sumarlestur er nauðsynleg og hægt er að nálgast hana hér: https://shorturl.at/uBFIU. Einnig er hægt að skrá þátttakendur í afgreiðslu bókasafnsins. Skráningu lýkur 6. júní.

Allar nánari upplýsingar um Sumarlesturinn er hægt að nálgast á http://bokasafn.arborg.is/

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Bókasafns Árborgar Selfossi

Nýjar fréttir