8.9 C
Selfoss

Fjölmiðlaferð um Suðurland

Vinsælast

Íslandsstofa, Markaðsstofa Suðurlands, Markaðsstofa Norðurlands og svissneska flugfélagið Edelweiss leiddu saman hesta sína og skipulögðu fjölmiðlaferð fyrir svissneska, ítalska, austurríska og þýska blaðamenn daganna 17 – 24. maí s.l.

Tilefnið var að Edelweiss flugfélagið byrjar að fljúga til Akureyrar í júlí. Edelweiss flýgur nú þegar til Keflavíkur en vildi nýta tækifærið og kynna Suðurland betur. Með í för voru handvaldir blaðamenn af Edelweiss og því nokkuð stór nöfn sem voru með í för. Blaðamennirnir komu meðal annars frá fjölmiðlum á borð við Sonntagszeitung (Sviss), Blick (Sviss), Vorarlberger Nachrichten (Austurríki), Corriere della Sera (Ítalía) og Schwäbische Zeitung (Þýskaland).

Ljósmynd: Edelweiss_Loren Bedeli

Hópurinn byrjaði ferðina á Suðurlandi daganna 17 – 20 maí og ferðaðist allt frá Eyrarbakka til Vestmannaeyja og endaði ferðina svo í Vík áður en haldið var norður þar sem ferðin hélt áfram. Starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands fylgdu blaðamönnunum hvert fótmál og kynntu og sögðu frá því helsta sem fyrir augu bar.

Ljósmynd: Edelweiss_Loren Bedeli

Fyrsta daginn var farið Í Hestamiðstöðina Sólvang þar sem hópurinn fékk að hitta íslenska hestinn og fræðast um sögu og sérkenni hans. Hópurinn fékk svo gott að borða í matarferð um Selfoss á vegum Selfoss Town Tours.

Ljósmynd: Edelweiss_Loren Bedeli

Annan daginn var ferðinni heitið til Vestmannaeyja með Herjólfi. Í Vestmannaeyjum fengu blaðamennirnir svo sannarlega að kynnast íslenskri veðráttu með öllum sínum árstíðum á sama deginum. Þrátt fyrir veðrið skemmti hópurinn sér konunglega en þau fengu skoðunarferð um Heimaey á vegum Vikingtours. Eldheimar og Sea Life Trust Beluga Whale Sanctuary voru heimsótt ásamt því að hópurinn borðaði hjá Einsa Kalda, Slippnum og Næs. Hópurinn var hæstánægður með móttökurnar í Eyjum og gestrisnina sem einkennir heimafólkið þar.

Þriðja daginn var haldið úr Eyjum og til Víkur þar sem byrjað var á einstakri sýningu hjá Lava Show og borðað þar á eftir á Berg restaurant á Hótel Vík. Eftir frábæran og staðgóðann kvöldverð hélt hópurinn í bjórsmökkun í Smiðjuna og kvöldið endaði svo í Reynisfjöru þar sem hópurinn upplifði kraft náttúrunnar ásamt því að myndefni var tekið upp til kynningar.

Ljósmynd: Edelweiss_Loren Bedeli

Daginn eftir var svo farið í íshelli í Kötlu með Southcoast Adventure þar sem hópurinn fékk einstaka upplifun í fínasta veðri og þaðan haldið til Reykjavíkur þar sem blaðamennirnir áttu bókað flug norður í land. Á leiðinni var stoppað á nokkrum náttúruperlum þar sem hópurinn fékk að njóta hluta þeirrar fegurðar sem landshlutinn hefur upp á að bjóða.

Markaðsstofa Suðurlands

Nýjar fréttir