-0.5 C
Selfoss

Endurmenntun starfsfólks FSu

Vinsælast

Alls sóttu 24 aðilar endurmenntunar námskeið í FSu skólaárið 2022/2023. Árið 2021 fékk skólinn erasmus+ styrk til endurmenntunar starfsfólks en vegna Covid var í raun ekki hægt að nýta hann fyrr en árið 2022 og var hann fullnýttur vorið 2023.

Styrkurinn var veittur undir þeim formerkjum að efla allt starsfólk til endurmenntunar varðandi sjálfbærni, rafrænt skólaumhverfi og að bregðast við mismunandi þörfum mismunandi nemenda. Námskeiðin voru sótt á eftirfarandi stöðum: Barselóna, Dublin, Flórens, Ilion, Róm, Santa Cruz og Split.

Almenn ánægja var með námskeiðin, enda mikilvægur liður í starfsþróun að afla nýrrar færni sem og að styrkja þá færni sem þegar er til staðar.

Nýjar fréttir