1.7 C
Selfoss

Bjór marineaður pulled pork borgari með hrásalati og kartöflubátum

Vinsælast

Ingvar Kristjánsson er sunnlenski matgæðingur vikunnar. Ég vil þakka Eikríki fyrir traustið. Ætla að koma með uppskrift sem ég tel vera banger fyrir helgarmatin í sumar.

Bjór marineraður pulled pork borgari

1 meðal stór bóg svínasteik
3 tsk salt
3 tsk svartur pipar
1 tsk chilli krydd
2 tsk sinneps krydd
4-5 hvítlauksgeirar
330 ml bjór
6 hamborgarabrauð
2 dl bbq sósa
1 msk sósuþykkir

Byrjið á að stilla ofnin á 230 gráður. Blandið kryddinu saman og pressið hvítlaukinn útí. Fínt að fjarlægja fituna af kjötinu áður en það er kryddað. Setjið kjötið í steikingarpott og inní ofn í um 45 mín. Hellið svo bjórinum yfir kjötið, lækkið hitan á ofninum niður í 160 gráður og haldið áfram að baka það í 2,5 klst. Takið kjötið úr pottinum en geymið soðið. Soðið er svo sett í pott á hellu ásamt bbq sósu og sósuþykkjara og látið sjóða í nokkrar mínutur. Rífið kjötið og setjið í skál, hellið sósunni yfir og blandið saman.

Hrásalat:

¼ rauðkáls haus
¼ kínakáls haus
3 gulrætur
1 msk majónes
1 msk sýrður rjómi
1 sítróna

Skerið kálið og gulræturnar í mjóa strimla, bætið út á majónesi og sýrðum rjóma, kreystið sítrínu yfir og blandið saman.
Í lokin er bara að hita hamborgarabrauðin, raða öllu á og njóta.

Svo mæli ég með að hafa þessa kartöflubáta með on the side.

Kartöflur:

700 g kartöflur
3 msk ólífuolía
60 g rifin parmesan
ca 1 1/2 tsk maldon salt
svartur pipar
1 tsk paprikukrydd

Stillið ofnin á 220 gráður. Skerið kartöflurnar í báta. Blandið saman kryddinu og parmesan osti. Veltið kartöflunum upp úr olíunni og blandið saman við krydd- og parmesanblönduna. Raðið kartöflunum á ofnplötuna og bakið í um 35 mín.

Ég vil skora á Heiðar Pétur Halldórsson íþróttamann og afreksmann í Crossfit með endalausa þekkingu á matreiðslu á hollu proteini, gerir óspennandi mat ótrúlega djúsí.

Nýjar fréttir