1.1 C
Selfoss

„Svo gaman að taka loksins þetta júrógigg almennilega“

Vinsælast

Daði Freyr Pétursson stal senunni þegar hann steig loksins á svið á úrslitakvöldi Eurovision í fjórðu tilraun. Í fyrstu tilraun lentu Daði og Gagnamagnið í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2017. Í annarri tilraun, árið 2020, unnu Daði og Gagnamagnið í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en eins og margir muna var Eurovision aflýst vegna heimsfaraldurs það ár. Í þriðju tilraun, ári síðar, gátu þau ekki stigið á svið vegna kórónuveirusmits innan hópsins.

Mynd: Skjáskot af Youtube.

„Þetta var allt eins og það átti að vera. Svo gaman að taka loksins þetta júrógigg almennilega. Nú fer ég á fullt í plötuútgáfu,“ segir Daði Freyr í samtali við DFS.is.jásk

Daði flutti Atomic Kitten slagarann Whole again við brjálaðar undirtektir áhorfenda. Eftir flutninginn mátti sjá fólk allstaðar að úr heiminum dásama Daða og flutninginn á samfélagsmiðlum. Atriðið var hluti af yfirferð yfir tónlistarsögu Liverpool og bar heitið The Liverpool Songbook og stóðu 50 Daðar á sviðinu í Gagnamagnspeysum og dönsuðu með Daða sem skemmti sér augljóslega mjög vel við flutninginn.

Nýjar fréttir