5.6 C
Selfoss

Framkvæmdir hafnar við Eyraveg

Vinsælast

Nú eru að hefjast framkvæmdir við þann hluta miðbæjarins á Selfossi sem snýr að Eyravegi og niðurgrafið bílastæðahús þar sunnan megin.

Í því felst meðal annars að haldið er áfram við að taka niður húsin við Eyraveg 3 og 5 og viðbyggingar eins og fram kom í frétt DFS.is fyrr í dag. Húsin voru byggð 1938 og 1945 og í gegnum tíðina verið breytt mikið enda hýst fjölbreytta atvinnustarfsemi og íbúðir.

Í húsakönnun skipulagssvæðisins sem gerð var í samræmi við kröfur laga um menningarminjar segir að húsin við Eyraveg, sem nú hverfa, hafi ekki hátt listrænt gildi, séu ósamstæð og myndi ekki heildstæða götumynd. Þau séu byggð á mismunandi tímum og eru í slæmu ásigkomulagi. Varðveislugildi þeirra er metið lágt.

Í stað þeirra verða reist tvö samtengd hús fyrir þjónustu og verslanir á jarðhæð og skrifstofur á efri hæðum sem breyta götumyndinni mikið.

Húsið nær Mjólkurbúinu er endurgerð bygging sem á sinni tíð var talin eins sú fegursta norðan heiða, Hótel Akureyri. Það var upphaflega reist 1902 og var á blómatíma sínum talið glæsilegasta gistihús landsins. Húsinu var breytt í fjölbýlishús nokkru eftir 1920 og það brann til grunna 1955.

Hitt húsið er endurgerð Amtmannshússins sem stóð við Ingólfsstræti í Reykjavík, reist 1879  í nýklassískum stíl. Það hýsti um tíma skrifstofur amtmanns og íbúðir og seinna prentsmiðju og fleira. Það var keypt af Reykjavíkurborg og rifið í ágætu standi 1972 þar sem til stóð að leggja nýja götu um Þingholtin, sem ekkert varð úr.

Nýjar fréttir