7.3 C
Selfoss

Uppskeruhátíð Listasafns Árnesinga

Vinsælast

Undirbúningur fyrir Uppskeruhátíð Listasafns Árnesinga þann 20. maí nk. er í fullum gangi um þessar mundir. „Smiðjuþræðir er fræðsluverkefni safnsins þar sem við höfum markvisst verið að tengja okkur við skólana í Árnessýslu og hefur samstarfið verið mjög gefandi og við viljum endilega halda áfram en nú ætlum við að halda upp á það sem við höfum gert hingað til, næsta laugardag á milli 14-17 í Listasafni Árnesinga,“ segir Alda Rose, verkefnastjóri.

Listasafn Árnesinga hélt áfram með verkefnið Smiðjuþræðir sem 6 listamenn tóku þátt í þetta skólaár og gekk það út á að keyra út færanlegar smiðjur og námskeið til grunnskóla í Árnessýslu þar sem börn og unglingar fengu tækifæri að vinna skemmtileg verkefni með listamönnum. Unnið var með sex listamönnum sem koma úr ólíkum greinum sem má nefna myndlist, myndskreytingu, tónlist, textíl, hreyfimyndagerð og hönnun.

Listamennirnir eru flest búsett á Suðurlandi og hafa mikla reynslu af því að vinna með börnum. Smiðjurnar eru fjölbreyttar og unnið er með hugmyndir um íslenska menningararfleifð, fjölmenningu, endurnýtingu á efniviði og náttúruna á Suðurlandi en einnig með alþjóðlegu ívafi.

Listamenn sem unnu með safninu eru þau Ásta Guðmundsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Lóa H. Hjálmtýsdóttir, Myrra Rós Þrastadóttir og Thomasine Giesecke.

Nýjar fréttir