6.1 C
Selfoss

Olga endurkjörin í stjórn ÍSÍ

Selfyssingurinn Olga Bjarnadóttir hlaut glæsilega endurkosningu á 76. Íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið var haldið í Ólafssal að Ásvöllum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Olga fékk flest atkvæði þeirrra sjö sem buðu sig fram sem meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, alls 194 atkvæði.

HSK átti rétt á að senda sjö fulltrúa á þingið og mætti með fullmannað lið báða dagana. Þingfulltrúar HSK voru þau Guðríður Aadnegard formaður HSK, Helgi S. Haraldsson varaformaður HSK, Guðmundur Jónasson gjaldkeri HSK, Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK, Gestur Einarsson varastjórn HSK, Lárus Ingi F Bjarnason varastjórn HSK, Guðjóna Björk Sigurðardóttir gjaldkeri Hamars og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

Þá voru gerðar breytingar á lögum ÍSÍ. Þar sem m.a. var samþykkt að fækka þingfulltrúum talsvert. Það hefur að óbreyttu þau áhrif að fulltrúum HSK mun fækka úr sjö í fimm. Fjölmargir einstaklingar voru heiðraðir á þinginu og þeirra á meðal Sunnlendingurinn Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, sem setið hefur í framkvæmdastjórn frá 2002 og sem gjaldkeri frá 2004. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í lok þings sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ.

Fleiri myndbönd