9.5 C
Selfoss

Unglingsdreng bjargað af Laugarvatni

Vinsælast

Kl 18:25 á laugardagskvöld var Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út vegna unglingsdrengs sem var á lítilli bátskænu, áralaus og rak hratt undan vindi út á Laugarvatn.

Hann hafði, ásamt nokkrum félögum, verið að leika sér í flæðarmálinu við Fontana böðin, þar sem bátskænan lá hálf upp á landi. Þegar hann stökk upp í bátinn, kom á hann skrið, og hann rann út á vatnið, þar sem sterkur vindur greip bátinn strax og hann rak hratt frá landi.

Rétt rúmlega 18:30 var búið að koma björgunarbát út á vatnið, og björgunarfólk hélt út til aðstoðar drengnum. Nokkurt vatn var í kænunni, eftir rigningar, og var hann orðinn nokkuð kaldur þegar björgunarsveitarbáturinn kom að honum. Bátskænan var þá komin alllangt frá landi.

Drengurinn var tekin um borð í björgunarbátinn, og kænan tekin í tog og allir voru komnir heilir á húfi í land um fimmtán mínútur yfir 7.

Nýjar fréttir