3.9 C
Selfoss

Vor í Vík og umhverfishetjur Mýrdalshrepps 2023

Vinsælast

Mýrdælingar fögnuðu sumardeginum fyrsta með hátíðardagskrá Vor í Vík 2023.

Kvenfélag Dyrhólahrepps bauð upp á veitingar í Leikskálum og settur var upp flóamarkaður þar sem íbúum gafst tækifæri tryggja nýtilegum eigum framhaldslíf hjá nýjum eigendum.
Börn úr Víkurskóla skemmtu viðstöddum með völdum lögum úr árshátíðarsýningunni Emil í Kattholti og kór eldri borgara, undir stjórn Önnu Björnsdóttur, sungu inn sumarið.

Að lokum voru Birgir Hinriksson og Fjóla Gísladóttir heiðruð sem umhverfishetjur Mýrdalshrepps 2023. Samfélagið stendur í þakkarskuld við Fjólu og Birgi sem hafa í áraraðir verið öðrum fyrirmyndir með því að stuðla að fegrun umhverfisins. Kolbrún Hjörleifsdóttir samdi við þetta tilefni svohljóðandi vísu til heiðurs umhverfishetjanna:

Broshýr í sumarsokkum
saman við gögnum og plokkum
mót hækkandi sólu
Því betur við getum
í fótsporin fetum
Þeirra Birgis og Fjólu.

Nýjar fréttir