3.4 C
Selfoss

Skeiða- og Gnúpverjahreppur fyrst í rafræn skil

Vinsælast

Skeiða og Gnúpverjahreppur skilaði í vikunni inn umsókn um rafræn skil gagna til Héraðsskjalasafns Árnesinga. Þar með er sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga innan Héraðsskjalasafns Árnesinga til að sækja um rafræn skil á gögnum. Er þetta liður í innleiðingu sveitarfélagsins á heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðana um skilvirkar og ábyrgar stofnanir þar sem gagnsæi er haft að leiðarljósi.

Undirbúningur fyrir þessa umsókn hefur verið töluverður undanfarna mánuði og hefur Hrönn Jónsdóttir á skrifstofu sveitarfélagsins borið hitann og þungann af þessu verkefni. Guðmunda Ólafsdóttir og Þorsteinn Tryggvi Másson hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga hafa einnig verið sveitarfélaginu til halds og traust í þessari vinnu og þökkum við þeim mikið vel fyrir samstarfið.

Hluti af innleiðingu þessa ferils er að taka upp og innleiða nýtt rafrænt skjalavistunarkerfi og endurskoða skjalavistunaráætlun sveitarfélagsins. Í fyrstu umferð færast allir skjalaflokkar nema bókhald yfir í rafrænt umhverfi en stefnt er að því að allir skjalaflokkar verði komnir í rafrænt umhverfi eftir eitt ár. Umsóknin sem og yfirfærslan yfir í nýtt rafrænt skjalavistunarkerfi, WorkPoint, er mikið gleðiefni og ætti það að auðvelda allt utanumhald verkefna og skjala innan skrifstofu sveitarfélagsins til framtíðar. Þannig verða gögn aðgengileg þegar á þarf að halda og varðveisla þeirra skjala sem varðveita á til frambúðar tryggð.

Random Image

Nýjar fréttir