7.8 C
Selfoss

Líf Kírópraktík opnar í miðbæ Selfoss

Vinsælast

Líf Kírópraktík er búið að opna útibú í nýja glæsilega miðbænum á Selfossi, að Brúarstræti 12, þar sem Hlaðan var áður til húsa. Líf Kírópraktík er ein af stærstu stofunum á höfuðborgarsvæðinu og sú stærsta þegar kemur að meðgöngu og ungbarna kírópraktík.

„Okkar fyrsta kírópraktor stofa er staðsett í Kópavogi og verður Selfoss önnur stofan sem við opnum. Að auki þjónustum við allt Austurland, með aðsetur á Egilsstöðum og Snæfellsnes, með aðsetur í Grundarfirði. Það ríkir mikil tilhlökkun að geta tekið þátt í þessari miklu uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Selfossi. Hjá okkur starfa 3 kírópraktorar og munu þau öll koma til með að þjónusta Selfoss útibúið en sá fjórði bætist við í sumar.“ segir Vignir Þór Bollason kírópraktor.

Eins og áður kom fram þá meðhöndlar Líf Kíró mikið af ungabörnum og konum á meðgöngu, íþróttafólk og alla aðra almenna stoðkerfiskvilla.

„Formleg opnun var mánudaginn 13. mars og höfum við opnað fyrir bókanir. Opnunartímar koma til með að vera á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum fyrst um sinn en vonandi verður grundvöllur fyrir því að hafa opið alla virka daga þegar fram líða stundir. Besta leiðin til að nálgast tímabókanir er í gegnum noona.is/lifkiro eða á Noona appinu, í síma 5787744 eða á lifkiro.is,“ segir Vignir að lokum.

Nýjar fréttir