Vorið er komið með lóunni, tjaldur leitar í örvæntingu að hreiðurstað og einu sinni komu á sama tíma og farfuglarnir, vorskipin. Vorskipin komu og fólk beið í eftirvæntingu eftir kveðjum frá ættingjum eða vinum, verslunin á Eyrarbakka fylltist af fjölbreyttum varningi og nauðsynjavörum. Bændur streymdu í kaupstað með ullina, skreiðina og smjörið. Nú er vor og hjörtun fyllast af bjartsýni og gleði, allt vaknar og dagarnir verða lengri.
Við fögnum vorinu á Byggðasafni Árnesinga um helgina, það verður opið hjá okkur á sumardaginn fyrsta og alla helgina frá 13:00 til 17:00. Gestum gefst tækifæri til að næra vorið innra með sér og taka þátt í blómasmiðju og póstkortasmiðju. Líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Verið velkomin með sól í sinni!
Byggðasafn Árnesinga