3.4 C
Selfoss

72 milljónir í útsýnispall í hlíðum Reynisfjalls

Vinsælast

Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra kom til Víkur og kynnti úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2023. Alls hlutu 22 verkefni víðs vegar um landið styrk og þar af verða 72 milljónum úthlutað í gerð útsýnispalls í hlíðum Reynisfjalls. Með pallinum verður til nýr og spennandi ferðamannastaður þar sem hægt verður að njóta útsýnis yfir bæinn í Vík, að Hjörleifshöfða, Reynisdranga og Reynisfjall. Pallurinn getur orðið miðpunktur fuglaskoðunar í grennd við Vík þar sem fjölbreytt og mikið fuglalíf er að finna í hlíðum Reynisfjalls þar sem m.a. verpir mikill fjöldi lunda. Pallurinn tekur mið af algildri hönnun og tryggir þannig aðgengi allra til þess að njóta útsýnisins og náttúrunnar í Vík.

Undirbúningur við útboð pallsins er langt kominn og nú þegar styrkveiting liggur fyrir standa vonir til þess að framkvæmdir geti hafist á þessu ári.

Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Jóhanna Hreiðarsdóttir
aðstoðarmaður ráðherra og Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri við tilkynningu
um úthlutanir úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem fór fram á Hótel Vík. Mynd: Vík í Mýrdal.

Nýjar fréttir