0 C
Selfoss

Spjallað við innfædda í lok íslenskunámskeiðs

Vinsælast

Námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal lauk í síðustu viku með skemmtilegri opinni spjallstund þar íslenskumælandi íbúum var boðið í spjall við nemendur námskeiðisins. Þátttaka var mjög góð en nokkrir nemendur höfðu ekki tök á að mæta á staðinn og tóki því þátt í gegnum netið. Spjallstundin gekk virkilega vel og fór í raun fram úr björtustu vonum. Það er mikilvægt að skapa tækifæri fyrir nemendur til að æfa það sem fengist er við í kennslustofunni í raunverulegum aðstæðum, en samt með stuðningi. Með það að leiðarljósi var spjallstundin tekin út úr kennslustofunni og færð inn í Kjallarann í Suður-Vík sem var alveg frábær umgjörð. Þetta var skemmtileg stund fyrir alla sem tóku þátt, sumir voru að hittast í fyrsta skipti og það skapaðist virkilega góð stemmning.

Spjallstundin er hluti af samstarfi við Kötlusetur í Vík sem miðar að því að virkja og styrkja nærumhverfið í að verða eins konar framlenging á kennslustofunni, tengja ólíka hópa samfélagsins og að auka tækifæri nemenda til að æfa íslenskuna. Fyrr í vetur fóru nemendur í vettvangsferð í matvöruverslun sem tókst einnig mjög vel.

Höfundur er Þuríður Lilja Valtýsdóttir sem var kennari námskeiðsins.

Nýjar fréttir