-6.1 C
Selfoss

Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir 62 verkefni

Vinsælast

Úthlutun úr Uppbyggingasjóði Suðurlands var kynnt þann 5. apríl sl. en af 120 umsóknum voru 62 verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum í fyrri úthlutun sjóðsins árið 2023.

Að þessu sinni var 37,7 milljónum króna úthlutað, 17,3 milljónir fóru í flokk atvinnu og nýsköpunar og 20,4 milljónir í flokk menningar, til samtals 62 verkefna. Samþykkt var að veita 13 verkefnum styrk í flokki atvinnu og nýsköpunar og 49 verkefna í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki menningarverkefna hlaut að þessu sinni Benedikt Kristjánsson fyrir verkefnið  Sumartónleikar í Skálholtskirkju að upphæð 1. m.kr. Sumartónleikarnir í Skálholti varpar ljósi á lítt þekkta barrokksnillinga 17. aldar, og sýnir framtíð íslenskrar tónsköpunar. Barna og fjölskyldutónleikar með frumlegu sniði og yndislegt umhverfi Skálholts býður alla velkomna að kostnaðarlausu.

Í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut Fjölskyldubúið ehf. fyrir verkefnið Hreppamjólk aukinn  styrk að upphæð 2 m.kr., markmið verkefnisins er að kanna fýsileika þess að þróa Hreppamjólk með aukinn, skilgreindan styrk á melatóníni pg/mL. Ef niðurstöður gefa tilefni til yrði næsta skref að þróa Hreppamjólk með aukinn melatónínstyrk og markaðsetja sem heilsueflandi vöru. Í þessu hálfsárs verkefni á að setja upp mæliaðferð hjá Matís til að mæla styrk melatóníns í kúamjólk í einingunni pg/mL. Það á að kanna einstaklingsbreytileika á milli kúa varðandi framleiðslu á melatóníni við ákveðin birtuskilyrði.

Þá hlaut Sighvatur Lárusson fyrir verkefnið Recoma Packwall Byggingplötur styrk að upphæð 2. m.kr., RECOMA gefur sorpi nýtt líf og umbreytir því í endingargóðar byggingarplötur sem eru án aukaefna og geta komið í staðin fyrir hefðbundnar byggingaplötur.

Nýjar fréttir