-2.8 C
Selfoss

Aprílgabb dfs.is

Vinsælast

Það er jú bara einu sinni á ári sem fjölmiðlafólk á Íslandi fær frjálsar hendur til að skrifa falsfréttir án þess að af þeim verði miklir eftirmálar. Við létum það tækifæri okkur ekki úr greipum renna og birtum grein á dfs.is síðasta laugardag, 1. apríl, sem fjallaði um að vikið hafi verið frá smíði nýrrar Ölfusárbrúar og að hennar í stað ætti að byggja 5,7 km löng jarðgöng. Það voru þónokkrir lesendur sem bentu glögglega á, í athugasemdum við fréttina, hvaða dagur væri og fyrir vikið varð úr að enginn hljóp apríl í okkar boði, en við höfðum haft samband við þau hjá Miðbar/Sviðinu um að taka vel á móti þeim, með svalandi drykkjum, sem kæmu hlaupandi til upplogins fundar við innviðaráðherra.

Fréttin var skrifuð í samráði við Sigurð Inga innviðaráðherra og Leó Árnason, stjórnarformann Sigtúns Þróunarfélags. Þökkum við þeim kærlega fyrir góðar undirtektir við þessu gríni okkar. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu gaf blaðamanni að auki góð ráð varðandi faglega og trúverðuga framsetningu á mögulegri framkvæmd og færum við henni bestu þakkir fyrir ráðgjöfina. Björgvin Rúnar Valentínusson, blaðamaður Dagskrárinnar, sá svo um að falsa mynd í nafni Vegagerðarinnar af mögulegri framkvæmd.

Nýjar fréttir