1.1 C
Selfoss

Fókus sigraði í Músíktilraunum

Vinsælast

Hljómsveitin Fókus frá Höfn í Hornafirði, bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem haldið var í Hörpu síðasta laugardagskvöld. Fókus er skipuð Hornfirðingunum Amylee Trinadade, Önnu Láru Grétarsdóttur, Alexöndru Hernandez og Piu Wrede og Selfyssingnum Arnbjörgu Ýr Sigurðardóttur.

Spila af hjartans list með græjurnar í botni

Stelpurnar hafa spilað mislengi en byrjuðu að æfa saman haustið 2022. Þær búa ekki allar í sama bæjarfélagi og hafa því þurft að ferðast töluvert til að geta æft saman. Þær hafa allar mismunandi tónlistarsmekk, allt fá „50´s rock´n roll“ til „2010´s pop rock“. Þær telja þessa fjölbreytni verða til þess að oft komi mjög áhugaverðar hugmyndir fram á æfingum. Lögin sem þær fluttu í Músíktilraunum voru nokkurs konar alt/rock en ólík innbyrðis, þær vita fátt skemmtilegra en að sitja inni í litlu stúdíói og spila af hjartans list með græjurnar í botni.

Nýjar fréttir