-1.6 C
Selfoss

Eitt silfur og tvö brons á Vormóti JSÍ Seniora

Vinsælast

Fimm keppendur frá Judodeild Selfoss kepptu á Vormóti JSÍ Seniora.  Um 29 keppendur frá 6 félögum tóku þátt í mótinu. Keppendur frá Selfossi fengu eitt silfur og 2 brons.

„Þetta var spennandi mót og þar sérstaklega í -66kg og -81kg.

Í -81 vorum við með 3 fulltrúa.  Breki, Stymir og Jakub.  Breki og Jakub mættust í fyrstu glímu og hafði Breki betur eftir erfiða glímu. Breki tapar svo naumlega í gullskori gegn Gísla Egilsyni í undanúrslitum og fær þar með brons. Í -66 vorum við með Fannar sem hafði unnið U21 seinustu helgi og vann hann tvær og tapaði tveim og nælir sér í brons á hans fyrsta ári í Seniora flokki þar sem hann er einugis 15 ára,“ segir Egill Blöndal, þjálfari hópsins.

Sigurður Fannar Hjaltason +100kg 2.sæti

Fannar Júlíusson -66kg 3.sæti

Breki Bernharðsson -81kg 3.sæti

Jakub Tomczyk -81kg 5.sæti

Styrmir Hjaltason -81kg 7.sæti

Nýjar fréttir