Sunnudagskvöldið 12. mars nk. kl. 20 verður Dylan-guðsþjónusta í Hrunakirkju. Hljómsveitin Slow Train leikur valin lög Dylans og textar hans verða í brennidepli. Bob Dylan er, sem kunngugt er heimskunnur söngvari, tónlistarmaður, lagahöfundur og skáld. Hann hefur haft mikil áhrif á tónlist seinustu áratuga. Hann er alþýðusöngvari og þekktur fyrir texta sína sem eru oft hlaðnir boðskap, fjalla um trú, stjórnmál og eru gjarnan ádeila á þjóðfélagið. Í guðsþjónustunni verður stuttlega vikið að frægðarferli Dylans en sjónum sérstaklega beint að textum hans – samofið hugvekju, bænum og blessun. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Verið öll hjartanlega velkomin!
Hrunakirkja