-7.2 C
Selfoss

Aðalsafnaðarfundur hjá Selfosssókn

Haldinn verður aðalsafnaðarfundur Selfosssóknar þriðjudaginn 14. mars nk. í Selfosskirkju kl. 17.00. Að venju verða almenn aðalfundarstörf og einnig verður kosið í stjórn samkvæmt reglugerð. Að þessu sinni eiga fimm að ganga úr aðalstjórn og fimm varamenn. En alls eiga 9 manns sæti í safnaðarnefnd og jafnmargir til vara. Er fólk hvatt til að koma á aðalfund Selfosskirkju og taka þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar.

Kveðjumessa hjá sr. Arnaldi

Sunnudaginn 12. mars nk. kl. 11 f.h. fer fram í Selfosskirkju kveðjumessa hjá sr. Arnaldi A. Bárðarsyni presti. Hann hefur þjónað okkur í prestakallinu frá sameiningu Eyrabakka- og Selfossprestakalls frá árinu 2020. Áður starfaði hann við Eyrarbakkaprestakall frá árinu 2018. Það hefur verið gott að starfa með sr. Arnaldi og hann verið farsæll í störfum. Eru honum færðar bestu þakkir og óskir á nýjum vettvangi. Ánægjulegt væri að sjá sem flesta koma í kirkju á sunnudaginn í kveðjumessu hjá sr. Arnaldi A. Bárðarsyni presti. Þess má geta að hann messar líka í Stokkseyrarkirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.00.

                                                                                  Björn Ingi Gíslason,
formaður sóknarnefndar Selfosskirkju

Fleiri myndbönd