11.1 C
Selfoss

Viðbúnaður lögreglu vegna torkennilegs hlutar á Selfossi

Vinsælast

Lögreglan á Selfossi var með viðbúnað eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut við íbúðablokk að Fossheiði á Selfossi um 10 leytið í gærkvöldi.

Rúv greindi fyrst frá og kom fram í frétt þeirra að hluturinn hafi verið á stærð við kveikjara. Lögregla taldi að öruggast væri að tryggja svæðið, svo strengdur var lögregluborði umhverfis hlutinn, á meðan hann var athugaður og síðar fjarlægður.

Lögreglan rannsakar nú hvers eðlis hluturinn er og áréttaði í samtali við Rúv að búið væri að afgreiða málið á vettvangi og að engin hætta sé á ferðum.

Nýjar fréttir