11.7 C
Selfoss

Ánægja íbúa Hveragerðisbæjar dalar

Vinsælast

Í niðurstöðum þjónustukönnunar Gallups sem Hveragerðisbær hefur verið þátttakandi í frá árinu 2014 kemur fram að ánægja íbúa samanborið við síðustu könnun hefur dalað mjög. Íbúar Hveragerðisbæjar hafa frá upphafi mælinga skipað sér ofarlega eða í efstu sætin í nær öllum flokkum sem spurt er út í. En nú, eftir að nýr meirihluti tók við, hefur ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins færst frá toppnum og nær miðju eða fyrir neðan miðju samanborið við hin 20 stærstu sveitarfélög landsins sem eru þátttakendur í könnuninni.

Það var leitt að sjá að íbúar Hveragerðisbæjar skipa þannig ekki lengur efsta sæti meðal íbúa landsins þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á, en þjónustukönnun Gallup er gott tæki til að meta ánægju íbúa og hefur bæjarstjórn árlega nýtt sér þær niðurstöður til að gera sífellt betur. Ljóst er að niðurstaða þessarar þjónustukönnunar er áfellisdómur fyrir meirihluta O-lista og Framsóknar og sýnir könnunin að lítið traust er til þeirra í samfélaginu.

Í stað þess að meirihlutinn axli sjálf ábyrgð á þeirra eigin störfum hefur meirihlutinn vísað vaxandi óánægju íbúa Hveragerðis á störf fyrri meirihluta D-lista þrátt fyrir að ánægja íbúa í Hveragerði hafi verið í efstu sætum öll árin á undan meðan D-listinn sat í meirihluta. Könnunin er gerð í desember 2022-janúar 2023 og að mínu mati, og margra annarra, þá er ljóst að íbúar Hveragerðisbæjar hafa verið að meta störf nýs meirihluta O-lista og Framsóknar á þeim tíma sem könnunin fór fram.

Það er einfaldlega spurning hvort samstarf þessa meirihluta, O-lista og Framsóknar, sé ekki orðinn fullreyndur?

Friðrik Sigurbjörnsson
Oddviti D-listans í Hveragerði

Nýjar fréttir