5 C
Selfoss

Aðalfundur Félags eldri borgara á Selfossi

Vinsælast

Aðalfundur FebSel var haldinn fimmtudaginn 23. febrúar s.l. Fjölmenni var á fundinum enda fer fjöldi félagsmanna vaxandi. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

Í skýrslu stjórnar kom fram hve starfið er umfangsmikið og öflugt og verulega ánægjulegt að sjá hvað eldri borgarar í bænum eru duglegir að sækja það sem er í boði.

Á fundinum voru samþykktar tvær tillögur sem afhentar verða bæjaryfirvöldum. Önnur tengist skipun öldungarráðs og hin um framtíðaruppbyggingu vegna fjölgunar eldri borgara.

Ný stjórn var kosin á fundinum. Hún er þannig skipuð að Magnús J. Magnússon er formaður, Ólafía Ingólfsdóttir varaformaður, Guðrún Guðnadóttir gjaldkeri, Guðrún Þórarna Jónsdóttir ritari. Ólafur Bachmann meðstjórnandi og Ólafur Sigurðsson og Valdimar Bragason í varstjórn. Stjórnin er þegar tekin til starfa og er hugur í henni. Þorgrími Óla Sigurðssyni  fráfarandi formanni og Gunnþóri Gíslasyni eru þökkuð störf þeirra fyrir félagið.

Fyrir tæpu ári var farið að bjóða upp á mat í aðstöðu félagsins í Grænumörkinni. Það er ekki tekið of sterkt til orða að segja viðbrögðin hafi verið góð. Alla daga er fjöldi heldri borgar að borða þar í góðum félgsskap.

Framundan er öflugt starf í öflugu félagi. Við hvetjum alla þá eldri borgara sem enn hafa ekki skráð sig í félagið eða tekið þá í því starfi sem þar fer fram að hefjast handa og láta verkin tala.

Magnús J. Magnússon
Formaður FebSel

Nýjar fréttir