12.3 C
Selfoss

FSu komst áfram í Gettu betur

Vinsælast

Lið FSu í Gettu betur hafði betur gegn Flensborgarskólanum í fyrstu viðureign þeirra í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson skipa liðið en við fengum að kynnast þessum flottu krökkum í skemmtilegu viðtali eftir sigur þeirra á MH um miðjan janúar.

FSu náðu 11 stigum í hraðaspurningum í upphafi þáttar á meðan lið Flensborgarskólans náði sér í 7. Keppnin var mjög spennandi um tíma en FSu náði þó fljótt yfirhöndinni og urðu lokatölur keppninnar 21 -14.

FSu mun mæta Verkmenntaskóla Austurlands þann 10. mars í undanúrslitum Gettu betur sem fram fara í Hljómahöllinni.

Nýjar fréttir