3.9 C
Selfoss

Hvatning til ríkisstjórnar

Vinsælast

Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar 9. febrúar síðastliðinn lagði bæjarstjórnin fram eftirfarandi áskorun til ríkisstjórnarinnar:

„Bæjarstjórn Hveragerðis skorar á ríkisstjórnina að veita auknu fjármagni til Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs á Hellisheiði til að tryggja betri samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlandsundirlendis.

Tryggja þarf öryggi vegfarenda, tryggja þarf greiðar samgöngur vegna sjúkraflutninga sem og aðgengi íbúa á Suðurlandi við höfuðborgarsvæðið þar sem fjöldi Sunnlendinga stundar sína atvinnu. Einnig skorar bæjarstjórn Hveragerðisbæjar á ríkisstjórnina að huga að framtíðarlausnum, á þessum fjölfarnasta vegkafla landsins, til að bæta megi umferðaröryggi.“

Ég hef nú sent áskorunina á þingmenn Framsóknar í kjördæminu og hvetjum við þau til dáða að fylgja þessu máli eftir með það fyrir augum hvernig best megi mæta öfgum í veðri og fyrirbyggja ferðatafir þar sem vitað er að álagspunktar eru.

Veitum bestu vetrarþjónustu sem völ er á og tryggjum hæsta þjónustustig fyrir alla vegfarendur.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar í Hveragerði

Nýjar fréttir