4.4 C
Selfoss

Sköpunarskólinn er hafinn í Árborg

Vinsælast

Sköpunarskólinn hefur hafið starfsemi sína, en hann er nýr vettvangur fyrir skapandi, hress og listunnandi börn og ungmenni í Árborg. Í Sköpunarskólanum munu börn og unglingar á öllum aldri fá færi til þess að sækja fjölbreytt og skemmtileg listanámskeið af ýmsum toga.

Berglind Björgvinsdóttir listakona, betur þekkt sem BBart, og Rebekka Magnúsdóttir, leikkona og leikstjóri, eru æskuvinkonur með mikinn metnað og sköpunarkraft, en þeim fannst tilvalið að leggja saman krafta sína og opnuðu Sköpunarskólann þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeim finnst æðislegt að sjá hvað íþróttir blómsta vel hér í Árborg, þess vegna langaði þeim að skapa vettvang sem býður upp á eitthvað fyrir þau sem vilja efla listrænu hliðina í sér, efla sköpunargáfuna. Markmiðið er að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er leiklist, myndlist, söngur, dans, rapp, spuni, tónlist, og hvað annað sem okkur dettur í hug. En þær vilja hlusta á eftirspurnir barnanna og fólksins og svara þeim.

Berglind og Rebekka á fyrsta námskeiði Sköpunarskólans.

Fyrsta námskeið vorannarinnar var leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10 -12 ára, sem haldið var um liðna helgi í Skrúfunni, Eyrarbakka. En þar er Sköpunarskólinn starfræktur. Kennari var Rebekka, annar stofnenda skólans, en hún kennir m.a. einnig í Leiklistarskóla Borgarleikhússins og í Leynileikhúsinu. Á námskeiðinu varaðaláhersla lögð á leikgleði, sköpunarkraft og samvinnu. Í lok seinni dagsins enduðu nemendur á því að sýna leikrit fyrir gesti.

„Fyrsta námskeiðið gekk ótrúlega vel og gaman að sjá nemendurna njóta sín svona vel. Krakkarnir bjuggu til leikrit á einum degi sem þau svo sýndu fyrir foreldra og vini. Ekkert smá þrekvirki að henda bara í eitt stykki leikrit, en líka algjörir snillingar hér á ferð. Ótrúlega skemmtilegt fyrsta námskeið Sköpunarskólans. Við bíðum spenntar eftir næsta námskeiði sem er myndlistarnámskeið kennt af Berglindi, hinum stofnanda skólans, listakonan BBart, sem haldið verður helgina 25. og 26. febrúar kl.10.00-14.00 fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Innifalið í námskeiðunum er hádegismatur og ís frá Skúbb“ segja Berglind og Rebekka um fyrsta námskeið sköpunarskólans.

Sköpunarskólinn leggur aðaláherslu á gleði og vellíðan, og þegar fram líða stundir er markmiðið að bjóða einnig upp á námskeið fyrir fullorðna, ásamt því að standa fyrir ýmsum viðburðum, þær setja markið hátt, enda mikilvægt fyrir alla að halda í sköpunarkraftinn og gleðina.

Nýjar fréttir