12.3 C
Selfoss

HSU var ekki starfandi á neyðarstigi

Vinsælast

Til að leiðrétta þá umræðu sem fór á flug fyrir helgi sendi Díana Óskarsdóttir, forstjóru HSU frá sér tilkynningu þar sem tekið var fram að Heilbrigðisstofnun Suðurlands væri ekki starfandi á neyðarstigi.

„Staðan á bráðamóttöku HSU er þannig að erfiðlega hefur reynst að fullmanna læknavakt helgarinnar, en hins vegar hefur mönnun hjúkrunarfræðinga gengið vel. Þessi staða getur haft áhrif á biðtíma eftir læknisþjónustu og biðjum við skjólstæðinga okkar um að sýna því skilning. Bráðamóttaka HSU sinnir eins og venjulega alvarlegum veikindum og slysum. Erindum er forgangsraðað eftir alvarleika og þeim sem ekki þurfa þjónustu bráðamóttöku er vísað í önnur úrræði. Starfsemin hefur gengið vel um helgina þökk sé okkar góða starfsfólk sem á hrós skilið fyrir,“ segir í tilkynningunni sem Díana ritar undir.

Nýjar fréttir