11.7 C
Selfoss

RAK Thai poppar upp á Vor

Vinsælast

RAK Thai er PopUp veitingastaður inni á heilsustaðnum Vor, í Krónuhúsinu á Selfossi, sem opnar formlega næsta fimmtudag. Á RAK Thai verður hægt að kaupa heitan mat úr hlaðborði sem verður drekkhlaðið af bragðgóðum og fjölbreyttum taílenskum réttum. „Aris, sem er frá Taílandi, og eiginmaður hennar, Dr. Siggi, buðu okkur í mat og hugmyndin kviknaði þar. Þau eru búinn að vera meðeigendur á Vor síðan sl. sumar, hún er algjör listakokkur en hann ekki. Þetta er einn albesti taílenski matur sem ég hef smakkað. Staðurinn mun heita RAK Thai, en það þýðir „elskum taílenskt“. Við hlökkum mjög til að fá viðbrögð frá okkar fólki hér á suðurlandsundirlendinu,“ segir Tómas Þóroddsson, einn af eigendum Vor.

„Við Aris höfum unnið að þessu saman ásamt Bjarna Hauk, yfirmatreiðslumanni Messans. Það er nefnilega munur á að elda góðan mat fyrir 4 eða 50 manns og auðvitað að mörgu að hyggja þegar opna á nýjan stað. Við miðum við að vera út sumarið og ef vel gengur þá gerum við meira við konseptið, annars er líka opið að koma reglulega með PopUp staði á Vor heilsustaðinn í Krónuhúsinu, þar er nóg pláss og mikið af fólki sem fer þar í gegn,“ segir Tómas.

Aðspurður hvort PopUp sé eitthvað sem þau hafi reynt áður á Vor segir Tómas: „Við höfum
ekki gert þetta áður, en höfum mikin hug á að halda þessu áfram. Það verður gaman að þróa matseðilinn í samstarfi við viðskiptavini. Á RAK Thai verðum við með hlaðborð þar sem í boði verður súpa vikunnar, núðlur með grænmeti og kjúkling, kjúklingur í massaman karrý, satay
kjúklingur, original vorrúllur, pad thai með risarækjum eða kjúkling og kjúklingur í kasjú.“

Nýjar fréttir