-2.2 C
Selfoss

Í hvaða frístundastarfi er barnið þitt?

Vinsælast

Sífellt fleiri rannsóknir renna stoðum undir gildi faglegs frístundastarfs fyrir börn og ungmenni, ekki síst þegar litið er til áhættuhegðunar og vellíðunar. Til að mynda eru krakkar sem eru virkir þátttakendur í frístundastarfi líklegri til að neyta ekki vímuefna.

Í sveitarfélaginu okkar er mikið af flottu frístundastarfi fyrir krakka á öllum aldri og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Inni á vefnum fristundir.arborg.is gefst fólki kostur á að sjá það frístundastarf sem er í boði í Árborg og það er nú sitt lítið af hverju.

Það vita það kannski ekki allir en í kirkjunni er að finna skemmtilegt frístundastarf fyrir krakka á öllum aldri. Vikulega eru fundir hjá 6-9 ára, TTT (tíu til tólf ára) og æskó (14-16 ára). Að ógleymdum foreldramorgnum, sunnudagaskóla barnakór og unglingakór kirkjunnar.

Í þessari flóru frístundastarfs í Árborg hefur barnastarf kirkjunnar nokkra sérstöðu.

Í fyrsta lagi kostar ekkert að taka þátt. Það þarf bara að skrá sig og mæta.

Í öðru lagi þá byggir starfið ekki á árangri þátttakenda. Krakkarnir þurfa ekki að vera góðir í einhverju til að geta verið með. Það er enginn betri en einhver annar í barnastarfi kirkjunnar heldur snýst starfið fyrst og síðast um að hafa gaman í góðra vina hópi.

Í þriðja lagi þarf þátttaka ekki að vera bundin við eitthvað fast upphaf. Krakkarnir mega byrja á miðjum vetri þess vegna.

Í fjórða lagi byggir starfið á fagmennsku þar sem börnunum er mætt þar sem þau eru stödd í þroska og getu. Þau fá sjálf að hafa áhrif á starfið og þeirra rödd skiptir máli.

Hápunktur starfsins er svo án efa æskulýðsmótin í Vatnaskógi; yfir helgi í mars fyrir unglingana og yfir nótt í apríl fyrir TTT-krakkana.

Viltu vera memm? Skráning og frekari upplýsingar er að finna inni á heimasíðu kirkjunnar, Selfosskirkja.is

Nýjar fréttir