-0.5 C
Selfoss

Ný heimasíða Flóahrepps

Vinsælast

Frá og með 1. febrúar er ný heimasíða Flóahrepps komin í loftið. Þar má finna ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið, þjónustu, stjórnsýslu, mannlíf og menningu. Markmiðið með nýrri heimasíðu er að gera fréttir, tilkynningar, umsóknir og upplýsingar aðgengilegri og einfaldari í notkun fyrir íbúa. Við notum facebook síðu Flóahrepps einnig til að deila fréttum og tilkynningum.

Það var fyrirtækið Stefna sem aðstoðaði við uppsetningu síðunnar en efnisvinnsla hefur verið byggð að hluta á eldri síðu og unnin af sveitarstjóra. Stefna þjónustar mörg sveitarfélög á Íslandi með heimasíður og bjóða góða þjónustu varðandi það sem snýr að síðunni.

Ólafur Ingi Ólafsson í Halakoti hefur verið að taka myndir fyrir síðuna undanfarið en þær sem sem birtast ýmist með fréttum og á undirsíðum. Einnig er að hluta myndefni frá fyrri síðu. Sem dæmi mun viðburðardagatal verða sett upp á næstu dögum til að bæta viðmót og upplýsingagjöf enn frekar.

Þau í Flóahreppi vonast til þess að íbúar verði ánægðir með síðuna og taka fram að hún komi til með að vera áfram í stöðugri endurskoðun. Þiggja þau gjarnan ábendingar á netfangið floahreppur@floahreppur.is.

Nýjar fréttir