9.5 C
Selfoss

Messa og málþing með sr. Valdimar Briem

Vinsælast

Sunnudaginn 5. febrúar 2023 í Stóra-Núpskirkju og félagsheimilinu Árnesi.

Þann 1. febrúar hefði Valdimar Briem (1848-1930), vígslubiskup í Skáholtsbiskupsdæmi, orðið 175 ára og þann dag eru hundrað ár liðin síðan guðfræðideild H.Í. sæmdi hann sínum hæsta heiðri, og veitti honum heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði. 

Af því tilefni efnir Stóra-Núpssókn til messu og málþings í samvinnu við Stofnun Sigurbjörns Einarssonar, Suðurprófastsdæmi og embætti vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi.

Dagskráin hefst með messu í Stóra-Núpskirkju kl. 13. Þar flytur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson prédikun og fjallar um sr. Valdimar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup í Skálholti, þjónar ásamt sóknarpresti. Kirkjukórinn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista flytur sálma eftir þetta ,,ástsælasta sálmaskáld þjóðarinnar”.

Í framhaldinu, um kl. 14:30, heldur dagskráin áfram í félagsheimilinu Árnesi. Þar flytja stutt erindi dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, Halla Guðmundsdóttir leikkona og sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur. Auk þess flytur sr. Kristján Valur vígslubiskup ávarp. Umræður og kaffiveitingar. Gert er ráð fyrir að dagskráin ljúki kl. 16. 

Verið öll hjartanlega velkomin!

Hrunaprestakall

Nýjar fréttir