5.6 C
Selfoss

Gina Tricot opnar á Íslandi

Vinsælast

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar nýjar verslanir á Íslandi á þessu ári í gegnum umboðssamning.  Gina Tricot býður konum upp á tískufatnað og fylgihluti sem og fatnað á stúlkur í stærðum 134-164. Gina Tricot er ein af stærstu tískufatakeðjum Svíþjóðar með um 150 verslanir í 4 löndum ásamt netverslun sem nær til allrar Evrópu.  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borås, hjarta sænsks textíliðnaðar.  Ný netverslun, ginatricot.is opnar 17. mars og fyrirhuguð verslun undir merkjum fyrirtækisins í haust en viðræður um hana eru nú langt komnar.

Sænska vörumerkið býður skandinavískan tískufatnað og fylgihluti fyrir öll tilefni.Gina Tricot leitast stöðugt við að þróa vörumerkið og hefur undanfarin ár kynnt nýjar línur s.s. Gina Tricot Home ásamt Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164.

Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn en fyrsta verslunin var opnuð í Gautaborg árið 1997 og hefur vaxið nær sleitulaust síðan og rekur nú um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi og nú á Íslandi sem bætist við í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa nú rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt.

– Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands.  Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!“, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

Hluti vörulínu Gina Tricot hefur verið aðgengileg í gegnum vefsíðu noomi.is síðan 2019 en með samningi við eigendur tekur umboðssamningur við sem tryggir að vörumerki Gina Tricot verður nú að fullu gerð skil með netverslun sem opnar um miðjan mars og verslun sem opnar síðar á árinu með heildarvörulínu Gina Tricot.

Gina Tricot leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað, t.d. með því að endurnýta og hanna eldri flíkur s.s. í samstarfi við hönnuði úr hönnunarháskólanum í Borås undir merkjum ”remake-design” auk þess að kynna línur sem byggja á að endurnýta flíkur og efni og þannig byggja undir hringrásariðnað.  Gina Tricot er einnig samstarfsaðili samtaka eins og UN Women, UNICEF og Alheimssjóð fyrir náttúruna (World Wildlife fund for nature) ásamt því að framleiða vörur undir vottunum svansmerkisins (e. The Nordic Swan Ecolabel) og GOTS (e. Global Organic Textile Standard) sem tryggir notkun 100% lífrænnar bómullar.  Síðan 2011 hefur Gina Tricot verið aðili að Amfori, áður BSCI, sem hefur að markmiði að bæta félagslegar aðstæður og umhverfismál í aðfangakeðjunni.

Árið 2019 innleiddi Gina Tricot ,RENT, með farsælum hætti í ákveðnum verslunum þar sem viðskiptavinir gátu leigt sína uppáhaldsflík fyrir veisluna eða stórt tilefni en með því móti undirstrikar Gina Tricot mikilvægi þess að „loka hringnum“ og hámarka noktun flíkna og endurnýtingu samhliða því að fyrirbyggja sóun sem er hluti af sjálfbærnisstefnu fyrirtækisins.

„Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt  til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennnandi.  Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB.

Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims.  Í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Borås, þar sem starfa um 200 manns, eru fjöldi hönnuða sem hafa frá upphafi unnið að því að skapa  flíkur fyrir konur sem hafa áhuga á tísku, hvort sem er hversdags eða spari. Fyrirtækið hefur fengið í samstarf við sig þekkta tískufrömuði eins og Bianca Ingrosso og Hanna MW.

Ný netverslun ginatricot.is opnar 17. Mars kl. 12:00 og viðræður um opnun verslunar í haust eru langt komnar en hægt að fylgjast með á Instagram síðunni @ginatricoticeland

Nýjar fréttir