1.2 C
Selfoss

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson með Íslandsmet í fimmtarþraut

Vinsælast

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram í Laugardalshöllinni helgina 14.-15. janúar. Nokkrir vaskir keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt og stóðu sig frábærlega.

Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson Umf. Selfoss varð Íslandsmeistari með 2892 stig sem er nýtt Íslands- og HSK-met í greininni en gamla Íslandsmetið var 2727 stig. Árangur Hjálmars í einstökum greinum var: 60 m grindarhlaup 9,57 sek., hástökk 1,75 m, kúluvarp 13,79 m, langstökk 5,60 m og 800 m hlaup 2:15,44 mín. Hjálmar bætti sinn persónulega árangur í fjórum greinum. Í sömu þrautarkeppni varð Helgi Reynisson Umf. Þjótanda í 2. sæti en hann náði 1543 stigum. Flottur árangur hjá þessum fjölhæfum frjálsíþróttapiltum.

Fimmtarþraut stúkna 15 ára og yngri: Bryndís Embla Einarsdóttir Umf. Selfoss varð í 2. sæti með 2747 stig. Helga Fjóla Erlendsdóttir Umf. Garpi varð í 3. sæti með 2681 stig og Hugrún Birna Hjaltadóttir Umf.Selfoss varð í 4. sæti með 2369 stig. Þær bættu allar sinn besta árangur i þremur greinum. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegum stelpum 

Sjöþraut pilta 16-17 ára: Oliver Jan Tomczyk Umf. Selfoss varð í 2. sæti í með 3675 stig. Hann bætti sinn besta árangur í fimm greinum af þeim sjö greinum sem eru í sjöþrautinni. Frábær árangur hjá honum.

Umf. Selfoss

Nýjar fréttir