0.3 C
Selfoss

Mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum fyrir komandi lægð

Vinsælast

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar í gær eins og dfs.is greindi frá.

Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu í kjölfar fundarins þar sem fram kom að flestar ár á Suðurlandi væru ísi lagðar og að líkur séu á að lægð gangi yfir landið á föstudag með nokkrum hlýindum og úrkomu. „Farið var yfir stöðuna og veðurspá eins og hún liggur fyrir í dag með þeim fyrirvara að nokkur óvissa er um framgang hennar. Aðgerðastjórn verður kölluð saman til upplýsingafundar í eftirmiðdaginn á fimmtudag þar sem nýjustu veðurspár verða yfirfarnar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þótt umfjöllun síðustu daga hafi aðallega beinst að mögulegum flóðum vill nefndin beina því til íbúa að grýlukerti á húsþökum geti valdið hættu og benda á möguleika á leka þegar snjór á þökum og svölum bráðnar. Vilja þau ítreka mikilvægi þess að hreinsa frá niðurföllum svo að leysingavatn eigi greiða leið niður. Þá eru eigendur útigangshrossa á þekktum flóðasvæðum beðnir að athuga hvort mögulegt sé að koma þeim á hærra land.

Random Image

Nýjar fréttir